138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

fundarstjórn.

[14:44]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég tel að full þörf sé á því að koma upp og styðja hæstv. forseta í starfi sínu og verkum enda fer forseti eftir því samkomulagi sem gert hefur verið á milli flokkanna og hefur legið fyrir dögum saman. Hvað þeim mönnum gengur til sem hér vilja taka lagafrumvarp til umræðu og afgreiða það þá væntanlega umsagnarlaust á einum degi eftir að hafa haldið í allan vetur tugi ræðna um vinnubrögð í þessum sal, fundarstjórn og annað skil ég ekki.

Hv. 9. þm. Norðaust., frú forseti, vil ég bara biðja um að fara að eigin ráðum og anda með nefinu áður en hv. þingmenn koma hér með mykjudreifarann á lofti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)