139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég hef nefnt það áður að sérhver skattlagning á lífeyrissjóði snertir opinberu sjóðina ekki neitt vegna þess að ríkið þarf þá að hækka iðgjaldið og nota til þess skatta sem leggjast á alla landsmenn, þar á meðal það fólk í almennu sjóðunum sem þarf að bera þessar byrðar. Byrðarnar koma því tvöfalt á það.

Hér er verið að leggja til að lífeyrissjóðirnir greiði skatt í þetta kerfi sem almennu sjóðirnir munu þá einir bera og ég get ekki samþykkt svoleiðis vinnubrögð. Mér finnst vinnubrögðin í þessu máli öllu vera allt of hroðvirknisleg og hröð og ég get ekki staðið að því og greiði ekki atkvæði.