132. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst nú strax á eftir, áður en gengið er til dagskrár, og er um málefni Listdansskóla Íslands. Málshefjandi er hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir. Hæstv. menntamálaráðherra Þorgerður K. Gunnarsdóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 2 og er um fjölgun og stöðu öryrkja. Málshefjandi er hv. þm. Helgi Hjörvar. Hæstv. heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.