137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:23]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Spádómsgáfa fjölmiðlanna er afar mikil ef það er rétt sem hæstv. ráðherra segir að þeir hafi getið sér til um þetta. Ég las upp áðan úr mbl.is og það er með ólíkindum hvað þeir eru duglegir að geta sér til um ýmis atriði í þessu sem ég hefði ekki getað farið betur með þó að ég hafi heyrt það í morgun á þessum ágæta fundi sem var bundinn trúnaði.

Forseti og hæstv. ráðherra hafa tilkynnt að þessi mál verði að sjálfsögðu rædd hér. Það er eitt sem spámenn Morgunblaðsins hafa ekki getið sér til um og það er hvenær undirritunin á að fara fram og það er það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir hérna. Getum við fengið að ræða þessi mál áður en til undirritunar kemur eða ætlar hæstv. fjármálaráðherra sér að láta þessar umræður fara fram þegar undirritunin hefur farið fram? (Forseti hringir.) Við biðjum hæstv. fjármálaráðherra um að láta okkur vita það sem Morgunblaðið gat ekki getið sér til um.