137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:30]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Þessi umræða snýst ekki um vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins til eða frá. Hún snýst um þann trúnaðarbrest sem orðið hefur á milli hæstv. forsætisráðherra, sem kom fram í hádegisfréttum á meðan fulltrúi samninganefndar um Icesave sat á þingflokksfundum, a.m.k. okkar sjálfstæðismanna, en beðið var um trúnað um þau mál sem þar var fjallað um. Forsætisráðherra fer í fjölmiðla og ræðir þau mál frá A til Ö. Um það snýst þetta mál, að beðið er um trúnað af hálfu stjórnarandstöðunnar varðandi það sem er á döfinni en forsætisráðherra fer og ræðir við fjölmiðla.

Í því ljósi, frú forseti, ber ég enn fram þá ósk að forseti fresti fundi, ræði við þingflokksformenn og menn komist að niðurstöðu um hvernig við högum þingfundi í dag.