140. löggjafarþing — 15. fundur,  1. nóv. 2011.

umferðarlög.

87. mál
[18:32]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S):

Virðulegi forseti. Þetta mál er gamalkunnugt í þingsal og hefur verið flutt oft áður af ýmsum þingmönnum. Málið snýst um það að á aðalgötum þar sem eru krossgötur verði leyfð hægri beygja þó að ljós séu beint áfram enda er þá ekki nein hætta á að bílar komi þvert á. Þetta mundi létta mjög umferð á mörgum umferðarpóstum, sérstaklega í höfuðborginni. Þetta er breyting sem menn hafa deilt lengi um. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel víða um heim, til að mynda í borgum í Evrópu og þetta er ríkjandi regla í Bandaríkjunum, að ökumanni sem hyggst beygja til hægri við gatnamót á umferðarljósum er heimilt að beygja en biðskylda ríkir.