154. löggjafarþing — 15. fundur,  16. okt. 2023.

álit umboðsmanns Alþingis og traust almennings á stjórnvöldum.

[15:09]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ræðum þá aðeins þetta álit sem kallar á, augljóslega, að ákvarðanir af þessu tagi sem varða mikla almannahagsmuni séu undirbúnar betur og kallar á mun markvissari rýni á því hvað kröfur stjórnsýslulaganna þýða í samhengi við aðra löggjöf um ráðstöfun ríkiseigna. Um það snýst þetta álit. Þar, eins og ég sagði áðan, voru uppi greinilega ólík sjónarmið því að hér var fylgt, ekki bara í þessum efnum, ráðgjöf og ég tel að ráðherra hafi gert rétt í því að axla hins vegar þá endanlegu ábyrgð sem hver ráðherra fer með gagnvart þeirri ráðgjöf sem hann fær. Á endanum er það alltaf ráðherra sem ber ábyrgð. Ég tel ekkert segja að ráðherra geti ekki tekið við öðru ráðuneyti og tel mjög skýrt, eins og ég sagði hér áðan, að hann hafi axlað ábyrgð, stigið til hliðar og þannig skapað vonandi frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins.