138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[12:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja það til í nefndaráliti meiri hlutans að það gæti verið heppilegt vinnulag í framhaldi málsins að sami ráðherra gegni embættum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðarráðherra en ekki viðskiptaráðherra á sama hátt og nú er gert við þær sameiningar sem hér er verið að leggja til að verði samþykktar. Við höfum öll orðið vitni að því að á síðustu dögum hafa orðið þær breytingar á ríkisstjórninni að sami einstaklingur gegnir embætti samgönguráðherra og dómsmálaráðherra en þau ráðuneyti á einmitt að sameina um áramótin. Það er rétt skilið hjá hv. þingmanni.