145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[18:20]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ferlið er alveg skýrt. Það er umhverfismat áætlana sem rammaáætlun byggist á og þar kemur þessi tillaga. Auðvitað getum við ekkert bundið hendur framkvæmdarvaldsins. (KJak: Nei.) Nei, við erum sammála því að hið eðlilega ferli er að umhverfismat framkvæmda sé næsta stig, svo koma leyfisveitingarnar. Við verðum að treysta öðrum en okkur. Það er til fagfólk sem ég treysti alveg til að fjalla um þessi mál, eins og ég vitnaði í, og sveitarstjórnir geta gripið inn í og verndað svæði með hverfisvernd og ýmsar leiðir eru til. Við byggjum ákvörðun okkar hér, pólitíska ákvörðun, og berum ábyrgð á því, á grundvelli umhverfismats áætlana og (Forseti hringir.) þá er ferlið eftir, umhverfismat framkvæmda og leyfisveitingar.