139. löggjafarþing — 152. fundur,  11. júní 2011.

prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta.

891. mál
[13:52]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú virðist vera komin upp ágreiningur innan Samfylkingarinnar varðandi þessa tillögu. (VBj: Það hefur ekkert með Samfylkinguna að gera.)

Ég mundi hins vegar vilja spyrja hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur um hvort ekki væri möguleiki á að reyna einhvern veginn að sameina þær tillögur sem hafa verið hingað til ræddar, annars vegar um að búa til þessa prófessorsstöðu, eða eins og kom hérna fram áðan — (ÁRJ: Það var búið að kynna þetta í þingflokkunum.)

Þetta er að verða æ vandræðalegra. Svo virðist vera, virðulegi forseti, að forseti vonist til þess að hafa betri stjórn á þingmönnum í öðrum stjórnmálaflokkum en sínum eigin. [Kliður í þingsal.]

Þetta er fáránlegt mál. Ég tel ástæðu til að þið setjist hérna saman og ræðið þetta mál.