138. löggjafarþing — 152. fundur,  7. sept. 2010.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

693. mál
[12:05]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki í stórt og mikið andsvar við hv. þingmann, heldur kem ég aðeins upp til að koma í veg fyrir að nokkur misskilningur sé hér á ferð. Til að forðast allan misskilning vil ég geta þess að með ræðu minni áðan var ég ekki að boða það að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki vinna vel að málum í efnahags- og skattanefnd eða taka þátt í því samstarfi. Það sem ég ræddi var fyrst og síðast tímaramminn og þingsköpin sem við vinnum eftir núna og ekki síður þau fyrirmæli sem við höfum frá hæstv. forseta Alþingis sem ég sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins reyni að sjálfsögðu að fara eftir í einu og öllu.