139. löggjafarþing — 152. fundur,  11. júní 2011.

prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta.

891. mál
[13:58]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er komin hingað í ræðustól í tvennum tilgangi, annars vegar að biðja menn að draga aðeins niður í þessum „lókal patríótisma“ hér og í öðru lagi bið ég allra vinsamlegast um að þessari umræðu verði frestað, að minnsta kosti þangað til að búið er að fjölfalda tillöguna svo að þingmenn geti haft aðgang að henni og lesið hana og þurfi ekki að hlusta á umfjöllun um hana án þess að hafa hana undir höndum.