145. löggjafarþing — 152. fundur,  14. sept. 2016.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

853. mál
[13:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er svolítið skringilegt að það skuli aldrei vera hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu á þessum vinnustað. Ég skil það ekki.

Við höfum stuttan tíma og ég ætla að reyna að vera aðeins jákvæð. Í umræðunum í gærkvöldi um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks komumst við að samkomulagi um að nýta þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað og reyna að tryggja að það góða mál klárist á þessu þingi. Hér er hins vegar þetta mál, enn og aftur umhverfismál, strax sett í hnút algjörlega að ástæðulausu. Ég skora á þingmenn meiri hlutans og ráðherra að endurskoða hug sinn og greiða þessu máli leið inn í þá fagnefnd þar sem besta þekkingin liggur fyrir.