139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:36]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem við ræðum hér, og erum að taka til afgreiðslu eftir 2. umr., kom vanbúið inn í þingið og fer vanbúið héðan út. Þetta er frumvarp sem stenst ekki lágmarkskröfur eins og meðal annars hefur komið fram í máli umsagnaraðila. Þetta er ekki frumvarp sem veitir neina heildarsýn. Það er rétt, sem segir í áliti Alþýðusambands Íslands, að það er vandséð hver meginmarkmið frumvarpsins eru. Í þessu frumvarpi er að finna ýmsar greinar sem stangast innbyrðis illa á. Frumvarpið er með öðrum orðum neikvætt. Það er vont fyrir íslenskan sjávarútveg. Það er vont fyrir íslenskar sjávarbyggðir. Það er vont fyrir íslenska þjóð.