139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:38]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að hvetja ríkisstjórnina og þingmeirihlutann til að vanda vinnu sína mun betur en hér er gert. Áður en farið verður í stærra málið í haust þurfum við tileinka okkur vandaðri vinnubrögð en hér eru viðhöfð. Ég vil í því sambandi nota tækifærið til að minna á þingsályktunartillögu okkar framsóknarmanna sem kveður á um að kalla saman alla hagsmunaaðila, innan greinarinnar, launþegahreyfingarinnar, sveitarfélaga og allra flokka, til að fá fram raunverulegt samráð og samvinnu og halda áfram við þá vinnu þar sem sáttanefndin endaði. Þá mundum við kannski ekki enda með slíkt frumvarp í höndunum sem við höfum verið að berjast hér við síðastliðna tíu daga.