145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

yfirlýsing forseta um skýrslu fjárlaganefndar.

[16:12]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Skýrslan, eða ég veit ekki hvort það er réttnefni að kalla það skýrslu, var lögð fram af hálfu hv. þingmanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og þau fóru fyrir fjölmiðla og birtu tíðindi að eigin sögn. Ég hef velt því fyrir mér í framhaldinu hvað eigi að gera varðandi þingið. Ef siðareglurnar væru nú komnar í gildi þá segir c-liður 5. gr. að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, e-liðurinn segir að það eigi ekki að nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. (Gripið fram í: Og d.) Og d líka. Það liggur fyrir að vísvitandi er komið í veg fyrir að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér varðandi þær ásakanir, fólk hér úti í bæ sem er vant að virðingu sinni við störf og það getur (Forseti hringir.) farið svo að það verði höfðað mál. Ég bið forseta að beita sér fyrir því að (Forseti hringir.) þetta plagg verði dregið til baka og þessir tveir þingmenn biðji það fólk sem þarna er ásakað afsökunar opinberlega.