145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[12:32]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Hér greiða þingmenn atkvæði um að brjóta stjórnarskrána, það er bara svo einfalt. Við erum öll meðvituð um hvað við erum að gera og ótrúlegt að þingmenn átti sig ekki á því að hér erum við farin yfir línuna. Það hefur svo oft verið talað um að við séum komin inn á grátt svæði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar kemur að framsalinu. Núna erum við komin út af gráa svæðinu og inn á blásvarta svæðið. Mér finnst dapurlegt að hugsa til þess að við séum enn ekki búin að fullgilda það ákvæði stjórnarskrárinnar sem kom út úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, mjög vel úr garði gert, sem var 111. gr. frumvarps að nýjum stjórnarskipunarlögum. Mér finnst alveg ótrúlegt að við séum í dag (Forseti hringir.) ekki enn búin að laga þetta vafaatriði. (Forseti hringir.) Helstu sérfræðingar þjóðarinnar segja (Forseti hringir.) að við séum að brjóta stjórnarskrána. Ég ætla rétt að vona að þegar (Forseti hringir.) þingmenn greiða atkvæði hér á eftir (Forseti hringir.) hafi þeir í huga að þeir eru meðvitað, (Forseti hringir.) ef þeir segja já við þessu, að brjóta stjórnarskrá (Forseti hringir.) lýðveldisins sem þeir sóru eið að.