145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

um fundarstjórn.

[17:52]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að hlýða á mál mitt hér áðan og svara mér. Ég vildi spyrja hann — hann virðist reyndar hlaupinn úr hliðarherberginu — hvernig stæði á því að ekki væri verið að tala við fólk núna. Af hverju erum við að bíða eftir einhverjum nefndum þegar kemur að því að tala við aðra forustumenn flokkanna eða þá sem sjá um þær samræður á þessum tímapunkti? Af hverju er verið að bíða? Af hverju var það ekki gert í gær? Við vissum í gær að það þyrfti að tala um það í gær og ef ekki í gær þá í dag. En nú virðast engin samtöl eiga sér stað að neinu ráði, þannig að ég bara velti fyrir mér hvers vegna það sé, en hæstv. ráðherra er farinn og svarar þessu væntanlega ekki.