140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

88. mál
[18:47]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald miðar að því að byggðir landsins muni njóta jafnræðis í því hvar innheimt eru gjöld, löggæslukostnaður og önnur innheimta varðandi útihátíðir. Engar gjaldtökur eru á stórhátíðum í Reykjavík, útihátíðum á Akureyri eða í Reykjanesbæ og þannig mætti lengi telja. Byggðum landsins hefur því verið mismunað. Einn af þeim stöðum sem tapaði var t.d. Galtalækur, ungmennafélög á Austurlandi voru rukkuð og þar féllu hátíðir niður. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er gott dæmi. Fimm mínútna ganga er frá bænum inn í Herjólfsdal og auðvitað er hann hluti af bænum.

Frumvarpið er lagt fram til að jafna aðstöðu og möguleika og vera ekki að pína einn þegar öðrum er sleppt.