144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:23]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega mótar landlæknisembættið stefnu í lýðheilsumálum. Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál. Ég fjallaði um það í ræðu minni og vitnaði meira að segja í rannsóknir frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og gögn sem ég tók af vef landlæknisembættisins um að einkaleyfi ÁTVR á sölu á áfengi væri ekki stærsta lýðheilsumálið í áfengisvörnum. (ÖJ: Jú.) — Nei. (ÖJ: Jú.)— Það er það ekki. Ég hef bent á það og það stendur í skýrslu sem þú getur fundið á vef landlæknisembættisins að það sé samstarf skóla og foreldra og foreldrafélaga og annarra sem hefur náð bestum árangri. Í skýrslunni er stirðri áfengissölu ekki þakkað þetta. Ég get afhent þér skýrsluna þegar ég kem úr ræðustól. (ÖJ: Þessir aðilar segja að aðgengi skipti mestu máli.)