150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

búvörulög og búnaðarlög.

163. mál
[16:04]
Horfa

Flm. (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að þingmanninn á orðinu. Það er fín tillaga að fara í samstarf um að efla íslenskan landbúnað og gera það með nýjum viðmiðum út frá nýjum veruleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég er sannfærð um að bændastéttin muni leika lykilhlutverk í því fyrir okkur Íslendinga til að við getum einfaldlega horfst í augu við framtíðina, hvort sem kemur að matvælum eða af andrúmsloftinu og fleira. (BN: Lykilstétt í samfélaginu.) Já, algjör lykilstétt í samfélaginu, ég tek undir það. En um leið vek ég athygli á því að ég saknaði þess að hv. þingmaður skyldi ekki taka undir með mér í þessu máli um að afnema samkeppnisreglur í mjólkuriðnaði. Það hefur ekkert með tollverndina að gera. Afnema undanþágur frá samkeppnisreglum í landbúnaði. Það er það sem þetta mál snýst um. Við gætum byrjað á því, það væri risaskref að setja alla landbúnaðarframleiðslu innan lands undir sama samkeppnishatt. Ég held að það væri rétt og verðugt skref sem við ættum að taka á þessu kjörtímabili.