152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:47]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Komið hefur fram að mikill misbrestur er á því að reglur um reiknað endurgjald séu virtar og að ætla má að verulegur hluti atvinnutekna sé ranglega talinn fram sem fjármagnstekjur á Íslandi. Í núgildandi regluverki er verulegur upplýsingavandi fyrir skattyfirvöld þegar kemur að því að ákvarða aðilum í eigin rekstri eðlileg laun. Það er ámælisvert að ekki hafi verið brugðist við þessum ábendingum, svo sem með því að skilgreina fjármagnstekjur á grundvelli eigna atvinnutekna og viðbúinnar ávöxtunar líkt og er gert víða á Norðurlöndum. Lagt er til að tekið verði á því í þessari tillögu. Við verðum af milljörðum króna á hverju einasta ári vegna þessarar gloppu í núverandi regluverki og þetta er fjármagn sem er auðveldlega hægt að nota til betri þátta í samfélaginu.

Þess vegna segjum við í Samfylkingunni já.