144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

staða kvenna í landbúnaði og tengdum greinum.

179. mál
[15:41]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða þarfa og góða skýrslubeiðni af hálfu þingmanns en það verður ekki sömu hrósyrðum lokið á atkvæðagreiðsluna sem er nú reynt að efna til í þriðja sinn. Ég vil segja að það er ekki alveg vansalaust fyrir Alþingi að það þurfi þrisvar sinnum að kalla saman í atkvæðagreiðslu um þetta mál og að tvívegis á einum þingdegi sé ekki hægt að ná í þingsalinn nægilegum fjölda þingmanna til þess að viðhafa atkvæðagreiðslu. Ég held að það sé full ástæða til þess fyrir forsætisnefnd þingsins að ræða þá stöðu og reyna að tryggja að svona uppákomur verði ekki á þinghaldinu oftar.