144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

vísun máls um verslun með áfengi til nefndar.

[17:32]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Hér er á dagskrá frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak sem varðar lýðheilsu og lýðheilsustefnu í landinu.

Ég geng út frá því að þetta mál komi til með að fara fyrir velferðarnefnd Alþingis til umfjöllunar. Það snertir náttúrlega heilbrigðismálin að grunni til.

Ég spyr hæstv. forseta hvort hæstv. heilbrigðisráðherra sé staddur í þinghúsinu og óska eftir því að hann verði kvaddur til fundarins því að mig langar til að beina nokkrum orðum til hans.