145. löggjafarþing — 16. fundur,  6. okt. 2015.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

5. mál
[17:34]
Horfa

Hörður Ríkharðsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér heyrist hv. þingmaður bara rétt vera kominn af stað. Hann fær kannski tækifæri til að halda áfram. Ég mundi vel þiggja að fá frekari útlistun á þessum smáu samfélögum sem eru með sína eigin mynt og gengur vel og ekki gleyma þá að ég var líka að tala um mikilvægi utanríkisviðskipta sem manni hefur alltaf verið kennt að hafi svo mikil áhrif á gjaldmiðilinn af því að við erum með svo mikil utanríkisviðskipti og erum svo háð þeim.