Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 16. fundur,  13. okt. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[12:44]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir skýr svör. Mig langar kannski að ræða hér aðeins á almennari nótum. Nú er þetta auðvitað bara eitt af mörgum atriðum sem ríkisstjórnin hefur gefið ákveðin fyrirheit um að ráðist verði í, m.a. í vinnuhópum með aðilum verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Þetta er ekki eina málið þar sem hið opinbera stígur mjög fast inn á einhverja tiltekna markaði, í þessu tilviki leigumarkað, húsnæði. Mig langar kannski að beina þeirri spurningu til hv. þingmanns: Telur hv. þingmaður að ríkisstjórnin hafi, m.a. við gerð lífskjarasamninga, farið of geyst í að lofa aðilum vinnumarkaðarins, gefa aðilum vinnumarkaðarins fyrirheit um atriði sem kalla á lagasetningu hér á Alþingi án þess endilega að bera það undir heilu þingflokkana o.s.frv.?