139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[12:28]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég get alveg skilið að sumir hv. þingmenn bíði óþolinmóðir eftir opnum fundi. Ég virði það en menn verða líka að skilja að allt hefur sinn tíma og það hafa verið miklar annir á þingi bæði hjá þingmönnum og ráðherrum. Það þarf að finna tíma til að ná öllu og að því hefur verið unnið. Menn hafa ekki verið að draga lappirnar neitt í því máli.

Ég get ekki svarað hvar málið er statt nákvæmlega núna, eins og hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson orðaði það, þó að ég hefði fullan vilja til þess, hvort það er statt í beiðni í gegnum síma í Danice-sæstrengnum núna til utanríkisráðherra, hvort það er í Farice-strengnum eða hvar það er statt nákvæmlega mun skýrast innan tíðar. Menn (Forseti hringir.) verða að taka á honum stóra sínum, sýna karlmennsku og bíða eftir svari.