139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er í rauninni sama svar og áðan: Það gengur ekki að mínu viti að færa meiri völd frá löggjafarsamkundu til framkvæmdarvaldsins — hvort tala á um vald veit ég ekki, alla vega ákvarðanatöku og þess háttar. Af því hv. þingmaður nefndi álit umboðsmanns Alþingis held ég að það sé þess virði að skoða það vandlega og velta fyrir sér í því samhengi sem við erum að ræða hvort verið sé að bregðast við því.

Ég get ekki sleppt því að koma aðeins inn á fjárlagaliðina aftur. Ég er alveg reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar hjá fjárlaganefnd, aðrar en þær sem ég hefur heyrt um í fjölmiðlum. Ég spái því hins vegar, frú forseti, að við eigum eftir að sjá hluta af þeim fjármunum sem hafa verið á safnliðum enda hjá framkvæmdarvaldinu.