145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

varamenn taka þingsæti.

[10:31]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Samfylkingarinnar um að Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykv. n., geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu, Anna Margrét Guðjónsdóttir, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll.

Anna Margrét Guðjónsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa að nýju.

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Vilhjálmur Bjarnason, 9. þm. Suðvest., geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Óli Björn Kárason.

Óli Björn Kárason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.