139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:09]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar að ráðherrar víki af þingi held ég að það sé einmitt mjög mikilvægt að það komi þá fram í lagatextanum að ráðherrar geti ekki hoppað inn og út eftir því sem hentar, eftir því hvort varamaður sé þægur eða ekki. Það er mikilvægt að tryggja sjálfstæði þess þingmanns sem kæmi inn í staðinn og þá væri það þannig að ráðherra viki af þingi ef hann ætti þar sæti. Ef ráðherrann væri valinn úr hópi kjörinna þingmanna væri það að sjálfsögðu varamaður hans sem kæmi inn í staðinn fyrir hann. Ef ráðherrann væri hins vegar valinn úti í bæ helst náttúrlega sami fjöldi fulltrúa þannig að við erum sem sagt að tala um skýrari aðskilnað Alþingis og framkvæmdarvalds.

Þetta virtist t.d. ekki hafa flækst fyrir frændum okkar í Svíþjóð þar sem fyrirkomulagið er þannig og mér skilst að hv. þm. Siv Friðleifsdóttir hafi einmitt heyrt af þessari hugmynd eða séð þetta í framkvæmd líka í Noregi. (Forseti hringir.) Þetta er stórt málefni þannig að mínúta er ekki nóg til þess að ræða það.