139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:40]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að í gegnum tíðina hef ég verið mikið á ferðinni meðal fólksins í landinu, hlustað á það enda er ég að vinna fyrir það. Það er sá tónn sem ég hlusta á fyrst og fremst og það er óháð stjórnmálaskoðunum. Það er háð skoðunum fólksins, þörfum þess, væntingum og vilja og ég hef aldrei spurt mann um pólitíska afstöðu, aldrei.

En það er alveg rétt, sem hv. þm. Ásmundur Einar Daðason, segir. Þjóðin er ekkert að kalla eftir þessu frumvarpi. Hún tárast yfir því að menn séu að eyða tímanum í svona, virðulegi forseti, við skulum segja bullumblambur, það er vægt orð vestfirskt, bullumblambra. Það er það sem fólk rekur í rogastans við að menn skuli vera að setja svona mál í forgang þegar það liggur ekkert á því. (Forseti hringir.) Það er allt í lagi að ræða hvaða mál sem er en það verður að vera forgangsmál sem skiptir máli fyrir þjóðina.