138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:47]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem hingað upp til að svara ásökun um að ég hafi haldið því fram að landsdómur væri pólitískur. Það sem ég sagði í viðtali á Pressunni á mánudaginn í síðustu viku var að hann væri pólitískur í eðli sínu. Undir þau orð tekur virtur fræðimaður og lögfræðingur, Sigurður Líndal, í Kastljóssviðtali 13. september. Um leið og ég les upp það sem fram kom í þessu viðtali við hann vil ég jafnframt spyrja hv. þm. Ólöfu Nordal hvort hún sé sammála Sigurði Líndal um „að landsdómur sé dómstóll með pólitísku ívafi, hann fjallar um hugsanleg brot ráðherra samkvæmt sérstökum lögum, þ.e. lögum um ráðherraábyrgð.

Ég hef ekki kannað söguna til hlítar en mér sýnist að rökin séu þau að störf ráðherra eru í eðli sínu pólitísk. Þau eru valdamikil, það er hætta á misnotkun, sérstök hætta vegna pólitísks þrýstings.“