139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:13]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þau eru athyglisverð sinnaskipti hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, og kannski ástæða til að fagna því að hann vilji gera hlé á þessari umræðu til að ræða önnur mál. Ég vænti þess að hann hafi lagt það inn á fundum formanna þingflokka. Mér er hins vegar svo farið að ég tel að hér séu mjög mikilvæg mál enn til umræðu. Við eigum von á því að fá að hlýða á hv. formann Sjálfstæðisflokksins sem er næstur á mælendaskrá ef mér skjátlast ekki. Það eru mjög margir enn á mælendaskrá sem ekki hafa enn tekið til máls um þetta mál. Ég held að þingmönnum sem hér hafa talað hvað mest sé hollt að hlýða á aðra líka.