139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:42]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að deila við hv. þingmann um þetta. Ég vil hins vegar koma því á framfæri að mér finnst mjög óeðlilegt að leggja upp með frumvörp á þessum tímum þegar við erum búin að ganga í gegnum þetta hrun sem mikið er talað um. Það er búið að skrifa sérstaka rannsóknarskýrslu. Þingmannahópur hefur skrifað skýrslu og leggur til að formfesta verði aukin. Það er ekki talað um að auka sveigjanleikann, a.m.k. ekki á kostnað löggjafans, á kostnað eftirlitsins. Alþingi er með eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Með þessu frumvarpi er ekki alveg verið að skera á en samt draga úr því eftirliti. Eins og þetta er í dag kemur þingmál inn í þingið og fer til umsagnar. Við sáum til dæmis í ræðu hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar upptalninguna á þeim sem hafa áhuga á þessu (Forseti hringir.) máli.