139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:32]
Horfa

Forseti (Álfheiður Ingadóttir):

Forseti upplýsir að boðum hefur verið komið til hæstv. innanríkisráðherra um að nærveru hans sé óskað í þingsal. Hæstv. fjármálaráðherra er í húsi, hlýðir á mál þingmanna og hefur gert hér í allan dag.

Vegna orða og ummæla þingmanna um fundarstjórn forseta er einnig rétt að taka fram að enn óska fjölmargir þingmenn eftir því að ræða þetta mál, einir 16 þingmenn eru nú á mælendaskrá, þar af nokkrir sem ekki hafa áður tjáð sig um málið en einnig nokkrir sem vilja ræða það í þriðja sinn og einn hv. þingmaður hefur óskað eftir að taka í fjórða sinn til máls. Það er greinilega mikill áhugi á því að ræða þetta mál og verður því nú haldið áfram um sinn.