139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það eru tvö atriði sem ég ætlaði að nefna. Annars vegar er ég í sömu stöðu og hv. þm. Birkir Jón Jónsson að ég er boðaður á fund snemma í fyrramálið og því væri gott að vita hvort þingfundi verður lokið áður en nefndafundir hefjast í fyrramálið vegna þess að við höfum ekki fengið miklar upplýsingar um hversu lengi þingfundur á að standa.

Hitt atriðið sem ég ætlaði að nefna er það sama og hv. þm. Pétur H. Blöndal benti á áðan að forseti hefur ákveðið svigrúm til að hleypa bæði hæstv. ráðherrum og t.d. hv. framsögumanni meirihlutaálits að í þessari umræðu og víkja frá mælendaskrá kjósi þeir að biðja um orðið. Ég heyrði á hæstv. forseta áðan að hún var öll af vilja gerð en hafði bara ekki fengið beiðni frá þessum hv. þingmönnum og ráðherrum en ég skora á hana að taka því vel þegar hv. þingmenn biðja um orðið, t.d. þm. Róbert Marshall, sem hlýtur að vilja svara með málefnalegum hætti ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar.