139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:01]
Horfa

Forseti (Álfheiður Ingadóttir):

Forseti hefur svarað því til, þeim spurningum sem beint hefur verið til forseta varðandi lengd þingfundar, að ef marka má mælendaskrá og þann áhuga sem þingmenn sýna því að ræða þetta mál, að ekki sé nefnd sú dagskrá sem fyrir þessum fundi liggur, er sýnt að þingfundur þarf að standa enn um hríð eitthvað inn í nóttina, eins og forseti sagði hér fyrr. Hvenær lýkur því? Nú, þá fer væntanlega að halla í morgun. (BJJ: Nú fer þetta að skýrast.) [Hlátrasköll í þingsal.]