139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:24]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Vandinn liggur í því að menn greinir á um hvenær mál eru fullrædd, það er nú vandinn. Ég var að taka til máls í fyrsta sinn um þetta stóra mál. Það er alveg klassískt vandamál að menn greini á um mál í þingsal.

Eins og ég vék að fyrr í dag setti núverandi hæstv. forsætisráðherra met í lengd ræðu á sínum tíma. Það verður aldrei slegið á meðan núgildandi þingsköp gilda vegna þess að búið er að girða fyrir að slíkar ræður séu haldnar sem standa klukkutímum saman. (Gripið fram í: Um tíu tíma ræða.) Já, tíu tíma ræða sem haldin var um eitt mál af hálfu núverandi forsætisráðherra.

Í grunninn er ég sammála því að á endanum hljóta öll mál sem fengið hafa fulla umræðu að ganga til atkvæðagreiðslu.