139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:02]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég ítreka hér fyrirspurn mína um hvort til standi að kalla saman þingflokksformenn á fund. Sem dæmi um dagskrárbreytingu mætti leggja til að umræðu um 2. dagskrármálið yrði frestað eða því hreinlega vísað til nýs þings, og tekið á dagskrá mál nr. 31 frá menntamálanefnd þar sem fjallað er um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Hér er um að ræða mál sem var afgreitt í samstöðu úr nefndinni, ekta mál sem ég taldi að ætti erindi í afgreiðslu á þessum septemberstubbi. Þar er um að ræða u.þ.b. 90 einstaklinga sem bíða eftir því að málið verði afgreitt þannig að starfsréttindi þeirra fáist á hreint og er gríðarlega mikilvægt að skera úr um réttaróvissu í þessu stóra mál fyrir þá einstaklinga. (Forseti hringir.) Ég legg þetta hér inn í umræðuna.