139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Þetta er ákaflega skemmtileg umræða. Ég ætla að gefa hv. þingmanni þessa blaðsíðu sem ég er með því að margt fleira skemmtilegt kemur fram hér sem Framsóknarflokkurinn ályktaði um árið 1946, margt sem Samfylkingin gæti hreinlega lært af í dag. Það er svo fyndið að margt af því sem maður les og var ályktað um á enn við. Ég skoðaði meðal annars ályktanir frá því þegar Framsóknarflokkurinn barðist við kratana, sem svo voru kallaðir á þeim tíma, í landhelgismálinu. Það var skemmtilegt. Það var líka þá sem kratarnir vildu selja Ísland undir alþjóðlegt yfirvald. Það hefur ekkert breyst í því, það er náttúrlega stefna þeirra enn þá.