139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[01:36]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er gott að þær upplýsingar hafa komið fram að hæstv. forustumenn ríkisstjórnarinnar séu staddir í húsi. Þeir hafa þá augljóslega heyrt ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar. Þá ræðu sem leiddi til þess að málið er gerbreytt. Það sannaðist í ræðu þingmannsins að farið hefur verið fram með þetta mál af miklum blekkingum Vísað er til heimilda sem hv. þingmaður hrakti með afgerandi hætti. Þingheimi og landsmönnum öllum er sagt að frumvarpið sé reist á stoðum rannsóknarskýrslu Alþingis og síðar starfi þingmannanefndarinnar en hv. þm. Atli Gíslason hrakti það allt saman. Hann benti á að frumvarpið væri byggt á sérpantaðri útkomu nefndar sem hæstv. forsætisráðherra skipaði á vordögum um leið og þingmannanefndin var skipuð.

Það verður því, frú forseti, að draga frumvarpið til baka, senda það til ríkisstjórnarinnar til að vinna það upp á nýtt og í samstarfi við alla flokka á þingi.