139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:09]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tók niður spurningarnar sem hv. þingmaður bar fram í ræðu sinni í dag og hyggst gera athugasemdir við þær. Ég geri ekki ráð fyrir að fólk hafi mikinn áhuga á að heyra þær akkúrat núna þannig að ég mun setja mig á mælendaskrá á morgun.

Ég er sammála hv. þingmanni um að það verði ekki mikill vandi að ná saman um þær athugasemdir sem hann gerði í ræðu sinni í dag.

Varðandi síðasta atriðið, sem ég held að sé athugasemd við 25. gr., um samhæfingu Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis, þá er sú grein tekin beint upp úr lögum sem voru samþykkt vorið 2010, um siðareglur. Hún er orðrétt upp úr þeim lögum, ég man ekki númer hvað þau eru, og hv. þm. Birgir Ármannsson greiddi atkvæði með þeim breytingum, alla vega eftir því sem ég fletti upp í þingtíðindum.