139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hér hefur gerst sá fáheyrði atburður að hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitar að taka við andsvörum frá þingmönnum eftir ræðu sína (Gripið fram í: Hefur hann neitað því?) Hann segir við hæstv. forseta að beiðni um að koma í andsvar hafi borist of seint (SDG: Allt of seint.) og tekur einhvern veginn að sér stjórn fundarins af forseta eða gerir tilraun til þess, og þingflokksformaðurinn varnar þingmönnum því að fara í andsvör við hv. formann Framsóknarflokksins. (Gripið fram í: … sem þingflokksformaðurinn …) Þetta er svo undarleg leiksýning sem frekast getur orðið. Ég verð að taka undir með hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að greinilegt er að það er viðsjárvert að láta fund standa svona lengi. Menn verða vissulega dofnir í hausnum.