139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[11:09]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er hreint með ólíkindum að hæstv. forseti sé eina ferðina enn að leita heimildar þingsins til að lengja þingfund þegar fullkomin óstjórn er á þingstörfunum. Á það hefur verið bent ítrekað í umræðum síðustu daga að ekki hefur verið haldinn fundur með þingflokksformönnum síðan á mánudaginn um þingstörfin. Það liggur ekkert fyrir um hvernig á að klára þingstörfin, nema það að við höfum starfsáætlun sem segir að þetta eigi að vera síðasti dagurinn. Þá dúkka upp 46 mál og enn bætist við listann. Ekkert samráð er haft við stjórnarandstöðuna.

Frú forseti. Ég verð að segja að stjórn hæstv. forseta á Alþingi Íslendinga er fyrir neðan allar hellur. Mér þykir mjög leitt að segja það vegna þess að ég hef hingað til talið virðulegan forseta, þann sem situr í forsetastóli, vera fulltrúa okkar þingmanna allra. Hvernig er samráðið, frú forseti? Hvenær ætlar frú forseti að kalla saman þingflokksformenn og koma einhverju skikki á þessa hluti?