139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er að sjálfsögðu hárrétt hjá hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur að auðvitað væri það hið eina rétta að stöðva fundinn og gera hlé þannig að hægt sé að funda í húsinu til að laga þá stöðu sem við erum í. En hæstv. forseti hefur dagskrárvaldið og ef hann lítur þannig á málin að halda beri fundi áfram þrátt fyrir að hæstv. ráðherrar séu að funda verðum við að sjálfsögðu að hlíta því.

Mig langar að spyrja hv. forseta hvort hann hafi gert sér einhverjar hugmyndir um hversu lengi þingfundur eigi að standa í kvöld og nótt og hvenær forseti hyggst gera hlé á þingfundi þannig að þingmenn geti fengið sér einhverja næringu. Það eru praktískar spurningar sem forseti einn getur svarað og því beini ég þeim til hans.