139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:37]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að áfram er ágreiningur um 2. gr. Ég vísa aftur til þeirrar breytingartillögu sem hér liggur fyrir sem er málamiðlun til að reyna að sætta ólík sjónarmið í þessu máli. Síðan talaði þingmaðurinn um möguleika forsætisráðherra til þess að skipta sér af öðrum ráðherrum. Ég átta mig ekki alveg á því. Það breytist ekkert í því að hver ráðherra ber sjálfur ábyrgð á sínu ráðuneyti þannig að ég sé ekki hvaða áhrif forsætisráðherrann getur haft til að skipta sér eitthvað meira af samkvæmt þessu frumvarpi en öðru, hann á að (Forseti hringir.) miðla málum ef menn koma sér ekki saman og samhæfa stefnuna. Ráðherrar og ríkisstjórn eiga áfram að fara eftir ákvörðunum (Forseti hringir.) Alþingis.