145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

dagskrá næsta fundar.

[15:44]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er ljóst að eitthvað þarf að gera til að hvetja þingmenn stjórnarliðsins til að koma í þingsal. Það hefur ítrekað gerst að ekki hefur verið hægt að afgreiða mál vegna þess að ekki voru nægilega margir í þingnefndum eða í þingsal. Það er ánægjulegt að sjá svona marga hér og ég vonast til þess að þingmenn muni vera áfram í þingsal þegar við byrjum að ræða samgönguáætlun. Ég á ekki von á öðru. Það væri mjög gagnlegt ef hæstv. innanríkisráðherra mundi jafnframt koma og taka þátt í þeim umræðum og jafnvel koma í andsvör við þá þingmenn sem hæstv. ráðherra er ósammála.

Það er alveg ljóst að þingheimur getur kallað inn í þingið mál sem eru í nefnd. Það er svo einfalt. Þannig virka þingsköpin.