139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:45]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þar sem við erum að hefja kvöldfund held ég að það væri nauðsynlegt fyrir okkur að vita hvaða ráðherrar verða viðstaddir umræðuna í kvöld. Ég geri þá kröfu að forustumenn ríkisstjórnarflokkanna ásamt hæstv. innanríkisráðherra verði hér. — Ég biðst afsökunar á því hversu móður ég er, ég þurfti að hraða mér í þingsal.

Frú forseti. Það er ekki að ástæðulausu sem við berum fram þessa ósk. Við höfum kallað eftir því í dag að fá sjónarmið hæstv. ráðherra þannig að ég óska eftir því að frú forseti veiti okkur upplýsingar um hvort hæstv. ráðherrar séu í húsinu og hvort þeir verði ekki örugglega hér í kvöld.