139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[21:30]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við stígum mikilvægt skref með því að veita Íbúðalánasjóði heimild til að gefa út óverðtryggð skuldabréf. Það er mikilvægt að fjölga valkostum heimilanna á fasteignalánamarkaði. Sést hefur að þau taka nú í miklum mæli óverðtryggð lán hjá bönkunum. Því er mikilvægt að við veitum Íbúðalánasjóði sem á að gæta hagsmuna almennings í útlánum sínum þessa heimild, og að sjóðurinn horfi jafnframt til þess að heimilin þurfi ekki að taka óhóflega áhættu í lántökum sínum vegna fasteignakaupa.