139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[09:41]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Eftir að hafa hlýtt á mál manna vil ég hvetja hæstv. forseta til að taka vátryggingamálið á dagskrá síðar í dag á nýjum fundi (Gripið fram í.) — ökutækjatryggingarnar. Mér sýnist ljóst af þessari umræðu að Framsóknarflokkurinn hafi beitt neitunarvaldi í umræðunni um dagskrá þingsins á því sem ég vil segja og fullyrða að sé á fölskum forsendum, sem sagt því að málið sé vanbúið, illa unnið og ekki tækt til afgreiðslu. Ég mótmæli því og tek undir mótmæli annarra.

Ég ítreka að það er grafalvarlegt að hér skuli vera svo mörg þúsund ökutæki óvátryggð og óskoðuð í umferð. Það er skylda löggjafans að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma þessum stórhættulegum ökutækjum af götunum og í tryggingu.